Hver er Stóra systir?

Stóra systir

Hafðu samband við Stóru systur með því að senda póst á: storasystirfylgistmedther@gmail.com

Stóra systir er neðanjarðarhreyfing íslenskra kvenna sem lætur sig varða kaup á konum og körlum í vændisiðnaði. Um allan heim hefur metnaðarfull og framsækin löggjöf um klám og vændi á Íslandi vakið athygli og átt þátt í sérlega jákvæðri landkynningu.
Þó að löggjöfin sé til fyrirmyndar er veruleikinn allur annar og Stóra systir sættir sig ekki við að lögin séu að engu höfð. Vændi grasserar á Íslandi og er auglýst grimmt með þegjandi samþykki stjórnvalda, lögreglu og almennings. Að rannsaka það og bregðast við því er því sára auðvelt.
Stóra systir hefur unnið út frá þeirri staðreynd að vændiskaupendur óttast það mest að upp um þá komist. Verslun með konur fer því fyrst og fremst fram í nafnleysi á netinu og í gegnum óskráða síma.
Til þess að finna kaupendur er því einfaldast að beita sömu aðferðum. Stóra systir hefur ferðast um undirheimana nafnlaust og með óskráða síma. Það ferðalag hefur vægast sagt verið fróðlegt og það skal tekið fram að það er rétt að byrja.
Stóra systir hefur ekki látið sér nægja að finna vændiskaupendur. Konur í vændi hafa fengið vinsamleg skilaboð um mögulega aðstoð og þeim hefur verið sýndur skilningur.
Stóra systir kýs að gefa ekki upp hverjir eru meðlimir í neðanjarðarhreyfingunni. Við erum óháðar öllum formlegum félagasamtökum og flokkum. Búast má við því að hvaða kona sem er geti tilheyrt hreyfingunni.

Þessi texti var lesinn á Blaðamannafundi Stóru systur í Iðnó, 18. október 2011.

3 Responses “Hver er Stóra systir?” →
 1. Stelpur ég stið ykkur. Kveðja Örn Úlriksson

  Svara

 2. Haukur Holm

  febrúar 8, 2012

  Góðan dag

  Ég er fréttamaður fyrir AFP-fréttastofuna. Þar á bæ hafa menn áhuga á baráttu ykkar. Er möguleiki á að komast í samband við ykkur á einhvern hátt?

  Bestu kveðjur

  Haukur Holm
  fréttamaður

  Svara

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: