Langar þig að vera Stóra systir? – Fréttatilkynning

Posted on ágúst 29, 2012

0


Margir hafa haft samband við Stóru systur og vilja leggja baráttu hennar lið. Eðli málsins samkvæmt er snúið að taka inn nýja félaga en allir geta í raun verið Stóra systir.
Veist þú um vændisstarfsemi?
Hefur þú rekist á auglýsingar sem greinilega vísa á vændi eða mansal?
Hefur þér verið boðin greiðsla fyrir kynlíf á stefnumótasíðum?
Safnaðu þá myndum, skjáskotum eða öðrum gögnum og komdu því til okkar á netfangið storasystirfylgistmedther@gmail.com og þá ert þú Stóra systir.
Við munum safna gögnunum saman og koma þeim til lögreglunnar.

Auglýsingar
Merkt: ,