Aðgerð gulur

Posted on febrúar 5, 2012

0


Í tilefni þess að gefnir hafa verið út límmiðar til að líma yfir þau samfélagsvandamál sem fólk vill ekki horfast í augu við ákvað Stóra systir að hjálpa til. Nú þarf enginn lengur að hafa áhyggjur af því sem fram fer inni á Strawberries og Goldfinger, það er búið að klístra yfir það með gulum límmiðum. Ó, já.

Lögreglan getur auðvitað ekki lokað augunum fyrir því sem miður fer eins og við hin. En þar sem Stóra systir hefur sérstaka samúð með lögreglunni og álaginu sem á henni hvílir ákvað hún að hjálpa til þar á bæ líka. Stóra systir hefur komið fyrir gulum borðum sem merkja vettvang glæps, bæði í Reykjavík og í Kópavogi, og auðvelda lögreglunni að mæta á svæðið og hefja rannsókn.

Posted in: Uncategorized