Það er ólöglegt að bjóða greiðslu fyrir vændi

Posted on nóvember 3, 2011

1


Stóra systir hefur komið af stað mjög líflegum umræðum í samfélaginu og fagnar því. Það kemur hins vegar greinilega fram mjög víða að ýmir sjálfviljugir álitsgjafar virðast ekki hafa kynnt sér þann hluta hegningarlaga sem fjallar um vændi, þ.e. 206. gr. hegningarlaga. Þar kemur skýrt fram í fyrstu málsgrein að það er ólöglegt að bjóða greiðslu fyrir vændi og skal sá sem það gerir sæta sektum eða fangelsi í allt að einu ári. Ef sá sem boðin er greiðslan er undir 18 ára aldri, þ.e. barn, má dæma þann sem borgunina býður í allt að tveggja ára fangelsi.

Það er því augljóslega misskilningur að það þurfi að ganga lengra en að bjóða greiðslu til að hafa brotið lögin.

 206. gr. [Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
 Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi barns undir 18 ára aldri skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum.]1)
 [Hver sem hefur atvinnu eða viðurværi sitt af vændi annarra skal sæta fangelsi allt að 4 árum.
 Sömu refsingu varðar það að ginna, hvetja eða aðstoða barn yngra en 18 ára til vændis.
 Sömu refsingu varðar það einnig að stuðla að því að nokkur maður flytji úr landi eða til landsins í því skyni að hann stundi vændi sér til viðurværis.
 Hver sem stuðlar að því með ginningum, hvatningum eða milligöngu að aðrir hafi samræði eða önnur kynferðismök gegn greiðslu eða hefur tekjur af vændi annarra, svo sem með útleigu húsnæðis eða öðru, skal sæta fangelsi allt að 4 árum en sektum eða fangelsi allt að 1 ári ef málsbætur eru.
 Hver sem í opinberri auglýsingu býður fram, miðlar eða óskar eftir kynmökum við annan mann gegn greiðslu skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.]2)

Auglýsingar
Posted in: Uncategorized